22.7.2009 | 00:47
Sjaldan var ég sammála Ögmundi, en núna...
... lítur út fyrir að það sé að breytast!
Ég hafna því að ganga í þessa ábyrgð. Vonandi meinar Ögmundur það með þessari loðnu, en samt nokkuð góðu ræðu.
Látum ekki plata okkur. Ef ríkisábyrgð væri raunverulega til staðar, væru Hollendingar og Bretar ekkert að reyna að kúga okkur til að skrifa núna undir ríkisábyrgð.
Getur alþingi ekki hafnað sérstakri samþykkt á ríkisábyrgð núna, en samþykkt samninginn að öðru leyti? Bretar og Hollendingar geta einfaldlega látið núverandi samning standa án staðfestingar á ríkisábyrgð og svo beðið uns ljóst væri að eignir gamla Landsbanka dygðu ekki fyrir þessu og þá gætu þeir rukkað okkur með restina á grundvelli meintrar ríkisábyrgðar. Það ætti alveg að duga þeim ef þeir eru svona vissir um að ríkisábyrgð sé til staðar skv. lögum. Það mundi aldrei reyna á þetta fyrr en eftir 5 til 10 ár, þ.a. þetta færi varla fyrir héraðsdóm fyrr en kreppan er yfirstaðin.
Ögmundur: Hugsum um þjóðarhag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.